Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Betri stofan

Lögmenn geta sótt viðskipti á samfélagsmiðla

Oft þarf að opna á nýjar leiðir þegar samskiptavenjur breytast. Við fundum á yngri notendum Manor að þeim fannst þægilegra að senda skilaboð á fésbókarsíðu Manor en að hringja í þjónustuverið þegar þeir höfðu spurningar. Það er margt sem lögmenn geta lært af þessari þróun sem gæti aukið viðskipti.

Read More
Hvernig auka skýrslur í Manor tekjur lögmanna?

Það er góð ástæða fyrir því að okkar notendur setja skýrslurnar úr Manor upp á tjald eða í sjónvarpið á vikulegum eigendafundum stofunnar. Það er í skýrslunum sem þeir finna ný viðskipti, fjölga seldum tímum og fylgjast með öllu á rauntíma. Hér fjöllum við um hvernig nákvæmlega skýrslurnar auka tekjur.

Read More
Aukin viðskipti með því að hlusta

Margir lögmenn velta fyrir sér hvernig þeir geti aukið viðskipti sín. Sumir eru nú þegar að þjónusta fyrirtæki og stofnanir sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda en nýta af einhverjum ástæðum aðeins brot af því sem er í boði hjá viðkomandi lögmanni eða stofu. Hvers vegna?

Read More
Friðbjörn Orri Ketilsson
Innheimta lögmanna í sókn

Eitt af því sem við lærðum af þeim stóra hópi lögmanna sem notar Manor málakerfið var að síðustu 10-15 ár hafði tæknin í innheimtumálum breyst mikið og þeir höfðu ekki lengur kerfi til þess að sinna innheimtu á öllum stigum. Hægt og rólega hafði því innheimtan færst út af lögfræðistofum og þangað komu aðeins einstaka kröfur. Þetta gerðist þó svo að bæði lögmenn og viðskiptavinir þeirra hefðu helst viljað halda áfram góðu samstarfi með kröfur við sinn lögmann.

Read More
Friðbjörn Orri Ketilsson
Ítarlegar tímafærslur auka tekjur

Í gegnum árin höfum við séð að þeir lögmenn sem lýsa vinnu sinni með ítarlegum hætti í vinnuskýrslum eru líklegri en aðrir til þess að fá reikninga greidda án athugasemda. Helsta skýringin er sú að viðskiptavinurinn skilur betur hvað liggur að baki tímunum og gerir því síður athugasemdir.

Read More
Að tilkynna verðbreytingar

Þegar lögfræðistofa vex úr grasi og lögmenn hennar öðlast meiri þekkingu, reynslu og getu er eðlilegt að verð á útseldri vinnu taki breytingum. Fyrir utan aukið virði sem reyndir lögmenn veita viðskiptavinum sínum þá fellur oft til kostnaður við reksturinn t.d. fjárfesting í upplýsingakerfum, launakostnaður við aðstoðarfólk, leiga á stærra húsnæði og almennar verðlagshækkanir. Hvað sem veldur þá er gott að hafa ákveðin atriði í huga þegar verð er hækkað.

Read More
Móttaka nýrra viðskiptavina

Það skiptir lögmenn miklu máli að taka rétt á móti nýjum viðskiptavinum hvað viðskiptahlið mála varðar. Eftir að búið er að hlusta á málavexti og ræða stöðu málsins er gott að enda fyrsta fund á því að ræða um formsatriði svo sem verð, vinnulag og feril málsins. Hér eru nokkrir punktar um hvað skiptir mestu máli þegar þú hittir nýjan viðskiptavin.

Read More
Verð lögfræðiþjónustu: 7.000 - 38.000

Í hverjum mánuði streymir mikill fjöldi tíma og uppgjöra í gegnum tímaskráningarkerfi Manor sem við höfum sérhannað fyrir íslenska lögmenn. Við gerðum nýlega athugun á söluverði tíma hjá okkar viðskiptavinum og kom þar margt í ljós. Athugun var gerð á gögnum að fengnu leyfi viðskiptavina og voru þeir svo til viðbótar beðnir að lýsa verðmyndun á stofum sínum.

Read More