Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Betri stofan

Veistu hvað þú afskrifar mikið?

 

Flestir afskrifa tíma af ýmsum ástæðum en fæstir hafa yfirsýn yfir umfang og verðmæti þess tíma sem tapast. Í Manor er sérstök greining á afskriftum sem hjálpar lögmönnum að lækka afskriftir og auka þar með tekjur sínar.

Skýr mynd af afskriftum

Við birtum skýra og góða greiningarskýrslu um hversu mikið hafi verið afksrifað, hversu stór hluti af unnum tímum það sé, hjá hvaða viðskiptavinum, hjá hvaða starfsmönnum o.s.frv.

Hver er að afskrifa?

Eitt af því sem stjórnendur á stærri stofum vildu geta séð voru afskriftir eftir starfsmönnum. Með því er hægt að sjá hvaða starfsmenn valdi oft afskriftum og hvernig þróun er á því yfir tíma.

Eðlilegt er að nýr lögfræðingur eyði meiri tíma í tiltekin verk en réttlætanlegt er að rukka og því komi til afskrifta en eðlilegt er að þau áhrif minnki með tímanum. Manor gefur stjórnendum góða yfirsýn í þessum efnum.

Er alltaf afskrifað hjá sömu viðskiptavinum?

Sumir viðskiptavinir gera oftar athugasemdir við reikninga og hafa lært að þannig geti þeir losnað við nokkra tíma í hvert sinn. Þetta gerist hugsanlega á löngum tíma og erfitt að átta sig á þróun afskrifa. Í samantekt Manor er þægilegt að sjá afskirftir eftir viðskiptavinum svo hægt sé að bregðast við og minnka afskriftir.

Fyrsta skrefið er að hafa yfirsýn

Hvort sem það er með lifandi skýrslum í Manor eða handvirkum aðferðum í gömlu bókhaldskerfunum þá er fyrsta skrefið að hafa skýra mynd af stöðunni. Þegar hún er komin er hægt að hefjast handa við að breyta vinnulagi svo draga megi úr afskriftum.

 

Ef þú vilt koma til okkar og kynna þér Manor hafðu þá samband í síma 546-8000 og við finnum tíma á fund. Þú getur líka sent póst á manor@manor.is eða óskað eftir reynsluaðgangi að Manor hér.