MBL0291394_levels.jpg

Lögfræði

 

Sérhæft viðmót fyrir lögmenn

Yfir 300 íslenskir lögfræðingar hafa nýtt Manor daglega til tekju- og málaskráningar.


Manor er eitt mest notaða mála- og tímaskráningarkerfi íslenskra lögmanna sem hafa treyst á okkur þeim efnum frá árinu 2012 þegar fyrsti lögmaðurinn hóf að fjölga seldum tímum með aðstoð Manor. Lögmenn taka daglegan þátt í þróun og útfærslum á Manor og eru hornsteinn í notendahópi kerfisins.

 


Retainer samningar

Algengt er í lögmennsku að gerðir séu samningar um t.d. fasta greiðslu á mánuði sem ætlað er að mæta kostnaði við vinnu, aðkeypta vinnu, o.fl. Stundum safnast upp inneign, stundum er samningurinn gerður upp í lok samningstíma o.fl.

Í Manor er hægt að stilla þessu upp og kerfið sér um reikningagerð, útreikninga á stöðu samningsins, sundurliðun, afkomugreiningu o.fl.


Dagskrá dómstóla

Manor tengist dagskrá allra dómstóla og tryggir að lögmenn sjái hvað sé framundan í mætingum og málflutningi. Atburðir birtast inni í Manor og eru skráðir í dagatal notenda sem hafa tengt Outlook eða Google calendar við Manor.

Lögmenn geta svo skráð tíma í takt við mætingar sínar.


Dóma & LAgasafn

Rafrænt dómasafn allra íslenskra dómstóla er aðgengilegt í Manor. Allir dómar sem falli hafa í Hæstaréttir frá 1999, Landsrétti frá 2017 og í héraði frá 2006 eru aðgengilegir í dómasafni Manor.

Mjög þægilegt er að leita að dómum og vista þá ef vill inn í mál í Manor.


Allir tímar greiddir fyrir dómi

Manor þróaði viðmót í tímaskráningum sem eykur möguleika þess að fá unna tíma metna með sanni fyrir dómi þegar kemur að ákvörðun þóknunar lögmanns. Með aðstoð Manor er unnt að upplýsa nákvæmlega um þá vinnu sem til féll, með vönduðum skýringum og þar með auka möguleika á að fá alla tíma greidda fyrir dómi.

Löng venja var áður fyrir því að tímar lögmanna væru lækkaðir þegar ákvörðun var tekin um dæmdan málskostnað fyrir dómi.


Tímaskýrslur fyrir dómstóla

Lögmenn þurfa oft að leggja fram tímaskýrslur fyrir dómi þar sem búið er að áætla þann tíma sem fer í ákveðna þætti málsins. Í Manor er hugsað fyrir þessu með einföldu viðmóti til þess að skrá tíma fram í tímann.

Það tekur um 3 sekúndur að fá vinnuskýrslu máls í Manor og einfalt að grípa hana með sér á leið í málflutning.


Slysabætur

Sérhæfð slysabótafélög sem veita þjónustu í kringum hvers konar slysabætur nýta Manor til þess að skipuleggja málsgögn, verkferla og samskipti við umbjóðendur sína.

Umbjóðendur sem eru að sækja bætur nýta þjónustuvef Manor til þess að fylgjast með framgangi síns máls.


Innheimta

Manor býður lögmönnum sérhæft innheimtukerfi sem er hannað utan um innheimtustörf lögmanna. Nær allir lögmenn sem nýta Manor nýta innheimtukerfið samhliða til útreikninga, skjalagerðar, og annars.


Taktu næsta skref

Komdu til okkar og við hjálpum þér að auka tekjur í rekstrinum.