Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Betri stofan

Aukin viðskipti með því að hlusta

Margir lögmenn velta fyrir sér hvernig þeir geti aukið viðskipti sín. Sumir eru nú þegar að þjónusta fyrirtæki og stofnanir sem þurfa á margvíslegri aðstoð að halda en nýta af einhverjum ástæðum aðeins brot af því sem er í boði hjá viðkomandi lögmanni eða stofu. Hvers vegna?

Nokkrar ástæður geta verið til staðar. Sumir leita aðeins til lögmanna þegar mál eru komin í óefni og/eða verulegir hagsmunir eru í húfi. Þá þarf lögmann til þess að slökkva eldinn eða í versta falli stjórna brunanum.

Sumir hafa þegar lögfræðiráðgjöf innanhúss eða hjá öðrum aðilum og þurfa því ekki á frekari þjónustu að halda nema í einstaka tilvikum þegar leitað er til stofu eða sérfræðinga.

Það er hins mjög algengt að ekkert fyrirkomulag sé á notkun lögfræðiráðgjafar hjá fyrirtækinu. Málin eru bara leyst jafn óðum þar sem starfsfólkið gerir sitt besta í góðri trú. Þeir sem hafa ekki lögfræðilegan bakgrunn eiga oft erfiðara með að sjá hvernig einfaldur samningur getur snúist í höndum aðila ef ekki er hugað að smáatriðum og sjá því enga ástæðu til þess að fá ráðgjöf.

Af þessari ástæðu eru mörg verk kláruð án aðkomu lögmanna.

Lögmaðurinn verður að hlusta á viðskiptavini sína og sjá út ný verkefni. Hann þarf að nýta öll tækifæri til þess að fræðast um reksturinn, spyrja út í verkefnin og hvað sé framundan, koma í heimsókn á starfsstöðina, spyrja um álitamálin og fyrri ágreining, hvaða samningar hafi gengið illa og hvers vegna, kynna sér það sem er á netinu um rekstur þeirra, hlusta eftir því sem sagt er um þá og fylgjast með fréttum ef þeir eru til umfjöllunar þar. Allt þetta hjálpar til við að greina möguleg verkefni.

Ef þetta tekst vel þá er lögmaðurinn kominn í þá stöðu að vera strategískur samstarfsmaður sem hefur traust viðskiptavina sinna, skapar þeim mikil verðmæti og tryggir sér um leið traust og langvarandi viðskipti.

Friðbjörn Orri Ketilsson