Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Efnisveita

 

Lögmenn geta sótt viðskipti á samfélagsmiðla

 

Oft þarf að opna á nýjar leiðir þegar samskiptavenjur breytast. Við fundum á yngri notendum Manor að þeim fannst þægilegra að senda skilaboð á fésbókarsíðu Manor en að hringja í þjónustuverið þegar þeir höfðu spurningar. Það er margt sem lögmenn geta lært af þessari þróun sem gæti aukið viðskipti.

Við höfum alla tíð haft sólahringsvakt í þjónustuveri vegna þess að Manor er lykilkerfi í rekstri notenda okkar. Manor stendur sig afar vel í mældum aðgangstíma  (99,9%) og við fylgjum því eftir með þjónustu öllum stundum allt árið um kring. Hið sama á við um marga lögmenn sem lofa viðskiptavinum sínum sólahringsþjónustu ef mikið liggur við.

Við tókum fljótlega eftir því að mörgum notendum Manor fannst betra að senda facebook skilaboð til Manor heldur en að hringja. Við spurðum hvers vegna það væri og lærðum eitt og annað.

Lægri þröskuldur í skilaboðum

Mörgum af þeim sem við spurðum fannst mun þægilegra að senda stutt facebook skilaboð heldur en að fara í símann og hringja. Símtal tekur lengri tíma og er „óþarfi ef erindið er ekki bráðnauðsynlegt“ og þá væri betra að eiga samskipti með skilaboðum sem báðir aðilar svara þegar þeim hentar innan dagsins.

Þjónustuverið opnar á facebook

Við tókum mark á þessum skoðunum og buðum í kjölfarið upp á samskipti við þjónustuver í gegnum Facebook þar sem notendur geta farið á Manor Facebooksíðuna og sent inn skilaboð hvenær sem er. Þessu var vel tekið og hafa margir nýtt sér þessa nálgun.

 
 

Facebook er í þægindasvæðinu

Það sem gerir þessa samskiptaleið sérstaklega þægilega fyrir notendur er að þeir eru vanir að nota facebook til nær allra skriflegra samskipta við vini og kunningja. Skilaboðaþjónustur hafa tekið við af tölvupósti hjá ákveðnum kynslóðum og símtöl eru aðeins nýtt þegar mikið liggur við. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var þar sem allir tóku upp símann við minnsta tilefni.

Tækifæri fyrir lögmenn

Upplifun notenda Manor er á margan hátt sú sama og þeirra sem skipta við lögmenn. Ef það er nógu auðvelt að hafa samband er líklegra að það sé gert. Ef viðskiptavinurinn er vanur samskiptum í gegnum facebook hvers vegna ætti hann ekki að senda lögmanninum sínum spurningar með sama hætti? Það gæti verið lægsti þröskuldur fyrir viðskiptavin sem hugsanlega er ragur við að hringja eða bóka fund.

Lögmenn verða að vera óhræddir við að nýta nýjar leiðir í samskiptum við viðskiptavini. Nýjar kynslóðir haga sér öðruvísi og eru þær nú komnar til áhrifa í viðskiptalífinu.

Samskiptin áfram formleg

Það er rétt að taka fram að lögmenn halda áfram ákveðinni formfestu í samskiptum þó svo að þau færist inn á facebook. Best er að setja upp facebook síðu fyrir lögmannstofuna og hvetja viðskiptavini til að senda þar inn skilaboð sem er svo svarað fyrir hönd stofunnar. Samskipti undir nafni lögmanns geta svo átt sér stað í framhaldinu í gegnum síma eða tölvupóst.

Góð reynsla

Við hjá Manor höfum mjög góða reynslu af þjónustu við notendur í gegnum facebook. Við reynum að nota þá samskiptamiðla sem henta okkar viðskiptavinum og munum því halda áfram að þróast í takt við tækni og hvetjum lögmenn til að gera slíkt hið sama!

 

Ef þú vilt kynna þér Manor, mála og innheimtukerfi sem stór hluti íslenskra lögmanna notar daglega, hafðu þá samband til dæmis í gegnum facebook skilaboð.

Hlökkum til að heyra í þér!