Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Betri stofan

Stefnugerð á 2 mínútum

Manor sér um að útbúa helstu skjöl sem lögmenn þurfa sem tengjast kröfum. Aðeins 2 mínútur tekur að útbúa einfalda stefnu. Sama gildir um fjölda skjala í Manor sem einfalda lögmönnum lífið.

Lögmenn sem sinna kröfum geta náð fram verulegri hagræðingu með því að nýta Manor Collect til skjalagerðar. Hjá þeim lögmönnum sem við höfum unnið með í gegnum árin var algengt að verulegur tími færi í að útbúa skjöl, reikna út vexti, stilla upp forsendum, færa inn málsaðila og svo mætti áfram telja.

Við bjuggum því til kerfi sem leysir þetta verkefni svo að lögmaðurinn geti einbeitt sér að lögfræðinni í málinu en ekki uppsetningu og útreikningum.

Í Manor Collect er fjöldi sérhæfðra innheimtuskjala sem hægt er að búa til á 1-2 mínútum. Að því loknu tekur svo við innsetning málavaxta og fleiri atriða sem oft taka nokkurn tíma - en þannig á það að vera. Tíminn á að fara í lögfræðina en ekki handavinnu.

Meðal skjala sem Manor Collect býr til:

 • Innheimtuviðvörun
 • Milliinnheimtubréf 1
 • Milliinnheimtubréf 2
 • Milliinnheimtubréf 3
 • Lögfræðibréf
 • Ítrekun
 • Áminning
 • Stefna
 • Greiðsluáskorun
 • Aðfararbeiðni
 • Kröfulýsing í þrotabú
 • Kröfulýsing í dánarbú
 • Nauðungarsölubeiðni
 • Nauðungarsala

Við erum afar ánægð með hvernig til tókst og heyrum það oft í viku hjá okkar notendum hversu frábært sé að nota Manor til þess að stilla upp kröfum og útbúa skjöl í því sambandi.

Nær allir lögmenn sem nýta Manor nýta einnig innheimtuhlutann til skjalagerðar og afgreiðslu krafna. Því til viðbótar nýta mörg innheimtufélög Manor á hverjum degi á öllum innheimtustigum. Má þar nefna Gjaldskil, Greiðslu, Aura o.f.

Meira um Manor Collect hér.


Viltu koma til okkar í kaffi og fá kynningu á Manor? Minnsta mál. Hringdu núna í 546-8000 eða sendu tölvupóst á manor@manor.is og við finnum lausan tíma.