Manor
iStock-590241716.jpg

Öryggismál

Dulkóðun

Manor notar TLS gagnasamskipti sem opnar örugg göng til notenda sem varin eru með 256 bita AES dulkóðun. Notendur sjá þessa nálgun með því að vefslóðir Manor hefjast allar á https forskeytinu sem undirstrikar að samskiptin séu dulkóðuð. 

Öll samskipti þín við Manor eru dulkóðuð og rafrænt undirrituð með 2.048 bita lykli.. Nálgun Manor er sú sama og bankar nota í netsamskiptum.


Vottanir

Manor keyrir í rafrænu umhverfi sem m.a. er vottað að fullu samkvæmt ISO-27001 og PCI stöðlum. Manor keyrir á sömu þjónustuaðilum og hlutabréfamarkaðir, flugfélög og aðrir sem þurfa að tryggja sem næst 100% aðgangstíma sinna kerfa.


Varnir við innskráningu

Manor fylgist náið með því hversu oft notendur reyna að skrá sig inn. Ef skiptin eru of mörg til þess að um eðlilegar tilraunir notenda sé að ræða er viðkomandi tölva læst úti og getur ekki gert frekari tilraunir. Þetta er gert til þess að hindra vélrænar tilraunir til þess að giska á lykilorð notenda.

Nálgun Manor er við innskráningarvarnir er stöðluð og viðurkennd.


Tveggja þátta innskráning

Manor býður notendum sem vilja aukið öryggi að tengjast með lykilorði og einnota öryggisnúmeri sem sent er í síma notenda. Það þýðir að sá sem reynir að komast óboðinn inn í Manor þarf að ráða yfir netfangi og lykilorði notenda og símtæki hans til þess að ná árangri.

Tveggja þátta innskráning er sama nálgun og netbankar nota við innskráningu.


Afritun

Öll gögn sem koma inn til Manor eru afrituð með margvíslegum hætti svo að gagnaöryggi sé tryggt.


Skýið

Manor er vefkerfi sem er í skýinu.  Það þýðir að kerfið er ekki hýst á netþjónum á skrifstofum eða í tölvum notenda og mun því bilun, eldsvoði, innbrot eða annað sem gerist á skrifstofum hafa áhrif á gögn geymd í Manor eða virkni kerfisins.

Manor uppfærist samtímis hjá öllum notendum og eru því allir með nýjustu útgáfur á hverjum tíma. Sú nálgun er lykilatriði í að tryggja hámarks öryggi og ein aðal ástæða þess að skýjalausnir eru öruggari en mörg eldri kerfi sem keyrðu á stökum tölvum.


Aðgangstími

Manor hýsir gögn í beinu ljósleiðarasambandi við helstu netkerfi landsins. Nýtanlegur tími (e. uptime) Manor er eins mikill og best verður á kosið og er mælt aðgengi sem næst 100%.

Bandaríska netfyrirtækið Pingdom annast aðgengismælingar og skýrslugerð.