Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Betri stofan

Nýr Manor er kominn út

 

Þá er komin út stærsta uppfærsla Manor í langan tíma. Mikil gleði er meðal notenda sem hafa kynnst nýju útgáfunni enda búið að uppfæra nær alla þætti kerfisins, bæta við mörgum nýjum möguleikum og fjölga leiðum til þess að auka tekjur.

Stærsta viðbótin er sú að skjalavistunin í Manor getur nú verið á tölvunni þinni þar sem öll skjöl allra mála birtast í möppum eftir málum. Svipuð upplifun og í Dropbox fyrir þá sem þekkja það. Þetta þarf að setja upp sérstaklega - sjá neðst í þessari færslu.

En hvað er nýtt í Manor?

 Viðmót

 • Mikil aukning í svartíma og hraða.

 • Hægt að stilla hvar í Manor þú byrjar eftir innskráningu.

 • Endurbætt yfirlit á forsíðu.

 • Hraðleit í öllum listum.

 • Síur (e. filters) á öllum listum.

 • Hægt að raða eftir dálkum í öllum töflum.

 • Hægt að sækja Excel útgáfur af öllum töflum.

 • Ný leit sem leitar í öllum gögnum Manor eftir orði eða orðhluta.

 • Notandi getur haft Manor á íslensku eða ensku.

 • Einfaldari litir í viðmóti gera helstu aðgerðir skýrari.

Mál

 • Tímalína yfir alla atburði í máli með hraðsíu.

 • Hægt að skrá tíma, kostnað, vörur og akstur á mál.

 • Ítarlegar töflur yfir öll atriði mála (tíma, vörur, o.fl.).

 • Allt málið á einni síðu - engir flipar.

 • Góð yfirsín yfir fjárhagsstöðu mála.

 • Hægt að skrá fjölda textafærslna (e. notes) á mál.

 • Skjalavarsla í hverju máli sem kemur fram á tölvu notenda í möppu (sjá neðst.)

 • Ný vinnuskýrsla með fleiri forsendum, tímabilum, o.fl.

 • Hægt að hafa merki stofunnar á vinnuskýrslu.

 • Nýtt viðmót til þess að stýra kjörum mála.

 • Margir greiðendur innan máls eru nú mögulegir.

Viðskiptavinaskrá

 • Betri nýskráning, nú hægt að sækja upplýsingar í Þjóðskrá og Fyrirtækjaskrá.

 • Betra yfirlit yfir mál viðskiptavina og leitarmöguleikar.

 • Hægt að skrá sér heimilisfang fyrir reikninga (e. billing address).

 • Stuðningur við heimilisföng í öllum löndum heims. (e. address formatting).

 • Nýtt viðmót til þess að stýra kjörum viðskiptavinar.

Tengiliðir

 • Minniháttar viðmótsbreyting með hraðsíu o.fl.

Tímaskráning

 • Sjálfvirkar tillögur að tímaskráningu sóttar í skjöl, verkefni, mál, o.fl.

 • Nýr skráningargluggi sem birtir skráningardaginn grafískt.

 • Vikumynd styður nú við mikinn fjölda af samtímaskráningum.

 • Stórbætt viðmót fyrir litlar tímafærslur - t.d. 15 mín færslur.

 • Stilling fyrir stærð tímaeiningar (sjálfgefið er 15 mín).

 • Stilling fyrir lengd vinnudags (sjálfgefið er 08 - 18).

 • Hægt að sjá allar tímafærslur í töflu með leit og síu.

 • Hægt að skrá innheimt magn strax við skráningu tíma.

 • Greiðandi að tímafærslu getur verið annar en viðskiptavinur málsins.

Rannsóknir

 • Bætt viðmót við lestur dóma.

 • Aukin afköst.

Verkefni

 • Bætt viðmót á skráningu verkefna og umsýslu.

 • Hægt að skrá langa textalýsingu við hvert verekfni.

 • Betri yfirsýn og leitarmöguleikar í verkefnum.

 • Áminningar sendar í tölvupósti og sms.

Dómstólar

 • Bein tenging við dagskrá allra dómstóla.

 • Atburðir lögmanns nú sóttir sjálfvirkt, byggt á nafni og kt.

 • Atburðir birtast á yfirliti notenda á forsíðu Manor.

Greining

 • Bætt viðmót á allar greiningarskýrslur

 • Grafískar skýrslur eru nú víðtækari.

 • Gagnaskýrslur eru nýjung þar sem hægt er að fletta í öllum gögnum stofunnar.

 • Vönduð leit og góðar síur.

 • Hægt að sækja öll gögn fyrir Excel.

 • Stuðningur við viðskiptavini og mál í erlendum gjaldeyri.

 • Fleiri valmöguleikar við að velja tímabil.

Reikningar

 • Gerð reikninga nú eitt skref en ekki fjögur.

 • Mun dýpri stuðningur við Reglu og DK.

 • Reikningar frá Reglu birtast inni í Manor.

 • Fullur stuðningur við mál er erlendum gjaldeyri.

 • Betra yfirlit yfir útistandandi tekjur.

 • Hægt að skulda út máli inn í málinu sjálfu.

 • Hægt að skilgreina tímabil og sía lista þægilega.

 • Einfaldar að breyta öllu varðandi reikningslínur við gerð reiknings.

 • Nýtt yfirlit fyrir þá sem senda skrár á bókara.

 • Nýtt yfirlit fyrir þá sem sækja skrár fyrir DK og lesa inn sjálfir.

 • Ný leit í þegar útgefnum reikningum.

 • Gott viðmót á mál með mörgum greiðendum.

Stjórnendasvæði

 • Ný notendastýring.

 • Nú hægt að skilgreina hlutverk og aðgangsheimildir.

 • Hægt að úthluta hlutverkum á notendur.

 • Nýtt viðmót á kjör stofunnar.

 • Allir gjaldmiðlar virkir (usd, eur, gbp, cad, dkk, nok, sek, chf, jpy)

 • Lifandi tenging við gjaldmiðlaskráningu Seðlabankans.

 • Hægt að skilgreina verðskrá í erlendri mynt sérstaklega.

 • Allar stillingar stofunnar aðgengilegar.

 • Stillingar fyrir bókhaldstengingar.

 • Stillingar fyrir grunnupplýsingar lögmannstofunnar.

Snjalltæki

 • Allt viðmót bregst nú við skjástærð (e. responsive)

 • Ekki app í appstore heldur vef-app.

  • iPhone: fara á manor.is og gera add to homescreen.

  • Android: fara á manor.is og gera add to homescreen.

 • Alltaf nýjasta útgáfa í notkun.

 • Uppfærslur og lagfæringar strax aðgengilegar.

Skjalavistun

Stærsta nýjungin er skjalavistun sem felur í sér möppu á tölvuna notenda þar sem möppur birtast fyrir öll mál þeirra í Manor - sama upplifun og af dropbox. Það þýðir að hægt er að vinna í öllum skjölum á tölvunni þó þau séu í Manor, skjöl færast sjálfvirkt á milli þátttakenda í málum og stóra málið: Manor leggur til tímaskráningar í takt við vinnu í skjölum.

 • Manor mappa birtist á tölvu notenda.

 • Hvert mál hefur sér möppu í Manor möppunni.

 • Öll skjöl í málum færast sjálfvirkt á milli þátttakenda.

 • Allar útgáfur skjala geymdar, alltaf hægt að bakka í eldri útgáfu.

 • Ótakmarkað geymslupláss.

 • Leit sem leitar í öllum skjölum í skjalavistun.

 • Forskoðun (preview) skjala

 • Skráð breytingarsaga allra skjala

ATH: Að fá möppu á tölvunna er viðbót sem hægt er að virkja með því að hafa samband við þjónustuver í 546-8000 eða í adstod@manor.is.