iStock-504427552.jpg

Manor bloggið

Það er stöðug þróun alla daga

Hér flytur þróunarteymið reglulega fréttir af nýjungum.

 

Peningaþvætti vaktað með Manor

Margir af notendum Manor, til dæmis lögmenn og endurskoðendur, þurfa að huga sérstaklega að eftirliti með peningaþvætti meðal viðskiptavina sinna og framkvæma ýmsar athuganir með reglulegu millibili. Þessar athuganir eru vel þekktar meðal notenda og þá nefndar AML  (e. anti money laundering) og/eða KYC (e. know  your client).

Manor hjálpar til við að halda utan um eftirlitið.

Skýrt ferli - skoðum skrefin

Manor heldur utan um hvaða viðskiptavini þarf að kanna nánar og vaktar stöðu á öllum könnunum.

 
  1. Athugað hvort könnunar sé þörf

Fyrsta skrefið er þegar notandi stofnar verk í Manor. Þá er hann spurður ákveðinna spurninga um verkið. Ef eitthvað í svörunum gefur tilefni til þess að kanna þurfi verkið, viðskiptavin o.fl. heldur Manor utan um það verkefni. Hér sjáum við hvernig notandi sem ætlaði sér að vinna fyrir prinsinn í Fjarskanistan hefur svarað tveimur spurningum þannig að tilefni er til að fara í athugun.

Spurningar hér er staðlaaðar og innbyggðar. Þær eru niðurstaða fremstu lögfræðinga á sínu sviði, sem þróuðu viðmótið með okkur og nota lausnina í eigin störfum.

 

2. Athugun reyndist nauðsynleg

Notandinn klárar að stofna verkið og þá tekur næsta skref við. Í tilviki Prinsins í Fjarskanistan er ljóst að nauðsynlegt er að fara í athugun á forsendum verksins. Manor áttar sig á því og í sérstöku viðmóti utan um peningaþvættisathuganir má sjá að fara þarf í athugun. Það sem er mjög þægilegt hér er að ef listinn er tómur þá eru engin tilvik í kerfinu sem kalla á athugun að mati Manor. Því er einfalt fyrir þann sem sér um peningaþvættismál að hafa góða yfirsýn.

 

3. Einfalt að skrá áreiðanleikakönnun

Manor heldur utan um hverja könnun í formi færslu. Þar segir notandinn hvenær könnunin var framkvæmd og segir til um það tímabil sem könnunin tekur til. Þá er hægt að segja að framkvæmd hafi verið aukin áreiðanleikakönnun sem á við í ákveðnum tilvikum og gott er að skrá sérstaklega.

 

4. Viðvaranir ef könnun vantar

Manor passar upp á að notendur vinni ekki í þeim verkum sem kalla á áreiðanleikakönnun fyrr en könnun er lokið. Því birtast sérstakara viðvaranir til þeirra sem ætla að skrá tíma á verkin. Það er þó hægt að skrá það sem búið er að gera, enda er ýmis vinna heimil á meðan áreiðanleikakönnun stendndur. Manor tryggir að enginn skrái óvart vinnu sem ekki má sinna fyrr en viðskiptavinur hefur staðist áreiðanleikakönnun.

 

Þægileg vakt sem lætur vita

Manor sefur aldrei svo að notandinn geti átt rólega stund vitandi að allt er eins og það á að vera.

 

Gildistími vaktaður

Manor fylgist náið með gildistíma hverrar könnunar og lætur notandann vita þegar styttist í að kanna þurfi forsendur á nýjan leik. Þá koma kannanirnar inn í listann og sá sem sér um þær þarf að aðhafast. Hér sjáum við til dæmis hvernig Manor dregur fram að endurmeta þurfi viðskiptavin þar sem eldri áreiðanleikakönnun sé nú útrunninn.

 
 

Einfalt að sjá hvaða verk kalla á könnun

Manor heldur utan um hvaða verk það eru sem kalla á áreiðanleikakönnun og segja til um hvers vegna þess var þörf í hverju verki fyrir sig hjá viðkomandi viðskiptavini. Það er því einfalt fyrir þann sem ber ábyrgð á peningaþvættismálum að sjá öll viðeigandi tilvik hjá hverjum viðskiptavini. Það eykur afköst og vissu.

 

En hvar er könnunin sjálf?

Hvert fyrirtæki í Manor heldur utan um áreiðanleikakannanir á borð við spurningalistana sem sendir eru til viðskiptavinarins í eigin skjalasafni. Manor tryggir utanumhald þeirra kannana og vöktun þess á að áreiðanleikamál séu vöktuð í rauntíma.

 
 

Góð og fagleg reynsla

Við þróun og útfærslu á peningaþvættisvirkni unnum við með einni af stærri lögmannstofum landsins sem notar Manor í því að tryggja eftirlit og vandvirkni þegar kemur að áreiðanleikakönnunum. Þá hafa opinberir eftirlitsaðilar samþykkt Manor sem gilda lausn í utanumhaldi peningarþvættismála.

 

Hvar kveiki ég á þessu?

Þú getur séð í Manor hjá þér hvort þetta sé nú þegar virkt. Það væri í vinstri valmynd möguleiki sem heitir Peningaþvætti. Ef sá möguleiki er ekki þar, sendu þá línu á adstod@manor.is og við kveikjum á þessari viðbót fyrir þig. Afgreitt því sem næst samstundis.

Friðbjörn Orri Ketilsson