Manor
There-an-easy-going-group-of-colleagues-504427154_6297x3341.jpeg

Skjalavistun

Skjalavistun sem skapar tekjur

Manor veit í hvaða skjölum þú vannst og leggur til tímaskráningar.


Ótakmarkað pláss

Þú getur geymt eins mikið af gögnum við málin þín í Manor og þú vilt. Engin takmörk og engin aukagjöld.

Einföld uppsetning 

Það tekur tvær mínútur að setja upp möppuna á tölvuna þína og 1 virkan dag að virkja skjalavistunina hjá stofunni þinni.

Nýjar tekjur

Manor veit í hvaða skjölum þú vannst hvern dag og getur því lagt til tímaskráningar. Þú fjölgar seldum tímum.

afritun

Öll gögn eru afrituð og geymd með öruggum hætti. Ef tölvan þín skemmist þá tapast ekki gögnin því þau eru þegar komin til Manor.

Öryggi

Ef gögn eru geymd hjá Manor má takmarka áhættu með því að loka málum og hafa aðeins opin mál á tölvum notenda.

Aðgengi

Ef þú geymir gögnin hjá Manor þá geturðu nálgast þau hvaðan sem er, hvenær sem er og í hvaða tæki sem er. Ekkert verður eftir á tölvu sem er lengst í burtu.


Hvernig lítur þetta út?

Þú þekkir vel hvernig málin þín koma fyrir í Manor.

 
 

Það sem er nýtt er að mappa með öllum þínum málum birtist á tölvunni þinni.

 
 

Inni í hverri möppu eru svo öll gögn málsins, skjöl, tölvupóstar, myndefni, o.s.frv og hægt að vinna með allt saman beint á tölvunni þinni.


Það gæti ekki verið þægilegra að vinna í skjölum.

 
 

Hvaðan koma nýir seldir tímar?

 

Manor finnur nýja tíma fyrir þig í skjalavistuninni með því að sjá hvar þú vannst í skjölum og leggja til tímaskráningar í takt við það svo þú gleymir örugglega engum tímum.

Tökum dæmi.

Hér varst þú að uppfæra word skjal og vista það í möppu málsins.

 
 
 

Þegar þú svo skoðar tímana þína í Manor þá eru komnar tillögur að tímum.
Þú smellir á græna hnappinn sem er með rauðum teljara til að sjá tillögurnar.

 
 
 

Tillagan fyrir föstudag lítur svona út.
Lagt til að skrá tíma af því að þú vannst í tilteknu Word skjali kl 17:18.

 

Þarna er tillagan og þarna urðu til nýjar tekjur.

Snilld.


 
Ég hætti að telja hversu oft Manor minnti mig á tíma úr skjalavistuninni sem ég hafði gleymt.
— Manor notandi
 

 

Byrjaðu núna

Skráðu þig hér og við setjum upp hjá þér skjalavistun hratt og örugglega.

 
 
Við höfum samband og setjum möppuna upp á tölvunni þinni í gegnum fjartengingu.
 
 

Spurningar?

Get ég notað Mac og PC?

Já Manor skjalavistun virkar vel þvert á stýrikerfi eða tölvutegundir.

Hvað breytist hjá mér?

Nánast ekkert. Málin þín verða áfram í Manor með öllu sem þeim tengjast. Það sem bætist við er mappa á tölvunni þinni þar sem þú getur unnið í gögnunum allra mála mjög þægilega. Þú vinnur í möppum eins og þér hentar og allt skilar sér sjálfvirkt inn í Manor.

Eru gögnin mín í skýinu?

Já. Ský er tískuorð yfir hýsingu ganga sem hægt er að nálgast í gegnum internetið. Í tilviki Manor er það mappa á tölvunni þinni sem tengist og sækir öll gögn til okkar.

Fá þátttakendur í málum sömu möppur?

Já. Allir sem taka þátt í tilteknu máli fá þá möppu inn til sín. Það þýðir að einfalt er að vinna saman í gögnum málsins og allir hafa aðganga að þeim öllum stundum. Þegar einhver er tekinn úr máli þá fer mappan af tölvunni hans. Ef þú vistar Word skjal í möppuna þá birtist það hjá öðrum þátttakendum málsins.

Get ég dregið tölvupósta inn í möppurnar?

Já það er ekkert mál og kjörin leið til þess að geyma samskipti í málum. Hægt er að setja hvað sem er í möppur mála, búa til undirmöppur og annað sem alla jafna er hægt í möppum á Windows og Mac.

 

KEmur Manor í staðinn fyrir sameiginlega drifið okkar?

Það er þín ákvörðun. Við mælum með því. Það er verulegur ávinningur í því að nýta Manor skjalavistun með Manor málakerfinu. Öryggi eykst oftast við það að skipta yfir til Manor þar sem aðgangsstýringarnar í Manor gilda einnig um öll skjöl í skjalvistuninni. 

Nokkrir punktar til þess að auðvelda samanburðinn.

  • Aukið aðgengi: Sameiginleg drif virka ekki utan við netsamband, t.d. í flugvél, á meðan Manor skjalavistunin virkar vel utan netsambands og sendir inn og sækir allar breytingar næst þegar netsamband næst.  Þá eru mörg sameiginleg drif eru aðeins aðgengileg á skrifstofu notenda. Manor skjalavistun er aðgengileg hvaðan sem er hafi notandi skráð sig inn í Manor með öruggum hætti.
     
  • Betri aðgangsstýring: Þeir sem stýra aðgangi notenda að sameiginlegum drifum þurfa stöðugt að uppfæra réttindi og greiða tæknimönnum fyrir vinnu.  Með Manor skjalavistuninni færðu aðgansstýringu ókeypis þar sem aðgangsstýringar eru þær sömu og í málunum þínum í Manor.
     
  • Meira öryggi: Mörg sameiginleg drif eru án allrar dulkóðunar á meðan önnur bjóða dulkóðun yfir svonefnda VPN tengingu. Sú dulkóðun er sú sama og í Manor skjalavistuninni.
     

Hvað er Box sync sem nú keyrir á tölvunni minni?

Box er samstarfsaðili Manor og leiðandi aðili á heimsvísu í gagnavörslu og gagnasamskiptum fyrirtækja. Við setjum upp lítið forrit hjá notendum sem heitir Box Sync sem annast dulkóðuð samskipti með skjöl og önnur gögn. Forritið sér um að flytja skjöl, breytingar skjala o.fl. á milli Manor, þín og annarra þátttakenda í málum þínum í Manor.

Skjalasafnið okkar er mjög stórt, kemst það fyrir?

Já það eru engin takmörk á stærð safnsins.

Fleiri spurningar?

Sendu okkur línu á adstod@manor.is og við svörum strax.


Taktu skrefið yfir í betri skjalavistun

Hafðu samband og taktu upp eða skiptu yfir í Manor skjalavistun.

 

Ef þú þarft frekari upplýsingar þá erum við alltaf við símann.

546-8000