iStock-504427552.jpg

Manor bloggið

Það er stöðug þróun alla daga

Hér flytur þróunarteymið reglulega fréttir af nýjungum.

 

Appið aldrei verið vinsælla

 

Við ákváðum snemma að smíða sérhæft app fyrir tímaskráningar sem væri svo einfalt og þægilegt að nota að ekkert app kæmist nálægt því. Við vildum að allir okkar notendur hefðu það hjá sér í símanum og kláruðu daginn í skráningum sama hvar þeir væru staddir.

Þetta reyndist frábærlega rétt stefna og hefur notkun aldrei verið meiri í appinu.

 
 

Gott viðmót gerir allt betra

Ekkert má trufla þægilega tímaskráningu. Allar hindranir valda því að það er gert seint og illa. Appið leysir það verkefni.

 

Birtist strax

Þegar appið er opnað er það þegar hlaðið og tilbúið. Enginn tími fer í að bíða eftir einhverju. Þú getur starx hafist hafnda. Þetta gerum við með ákveðinni forhleðslu nálgun sem hefur reynst vel.

Eitt einfalt viðmót

Við birtum skráningarhnapp strax í fyrstu skjámynd. Þar getur þú skráð tíma með því að smella einu sinni og fylla svo út í færsluna. Viðmótið er alltaf eins og allta jafn einfalt. Þú þarft aldrei að leita eða smella fram og til baka.

 

Tillögur klárar

Manor veit hvað þú hefur gert í tengdum forritum eða innan Manor og leggur því til tímaskráningar. Þú getur því samþykkt tillögu með einum smelli. Sama gildir um textatillögur að færslum - Manor leggur þær til.

Lágmarks innsláttur

Við nýtum viðmótsatriði eins og sleða til að ákvarða lengd færslu. Þetta gerum við til að gera viðmótið sem allra þægilegast á skjá þar sem unnið er með fingri en ekki mús og lyklaborði.

 

Virkar öllum stundum á ferð og flugi

Við höfum útfært ýmis þægileg atriði fyrir fólk á ferð og flugi.

Virkar án nets

Eitt af því sem fólk á ferðalagi þekkir er að það er ekki alltaf net. Þá er gott að geta notað Manor appið því það geymir skráðar upplýsingar þangað til netsamband næst að nýju.

Lítið sem ekkert gagnamagn

Appið er afar einfalt og sækir nánast engin gögn á netið í samanburði við önnur smáforrit. Þannig er hægt að nota appið mikið án þess að það kosti gagnamagn erlendis.

 

Viðmót stuðlar að nákvæmni

Appið passar að allt sé rétt skráð og sér um villuleit og annað sem notendur þekkja vel úr Manor.

 

Hraðleit í verkum og verkþáttum

Appið birtir verk jafn óðum og þú slærð inn bókstafi. Sama viðmót og notendur þekkja í Manor. Sama gildir um verkþætti. Allt einfalt og þægilegt.

Hjálpar þér að klára

Ef eitthvað gleymdist í færslunni þá minnir Manor þig á að klára áður en færslan er send inn svo ekkert vanti.

 

Kjörið á verkstað

Margir af okkar notendum eru á ferðinni yfir daginn og koma við á mörgum stöðum. Þá er appið gulls í gildi.

 
 

Tímar skráðir úti í bíl

Þegar heimsókn eða verki er lokið á verkstað er gott að koma út í bíl og ná andanum. Þá er einfalt að taka upp símann og skrá tíma strax svo allt sé í fersku minni.

Aðrir í teyminu sjá gögn á rauntíma

Öll gögn úr appinu eru skráð í rauntíma inn í Manor. Þannig uppfærast allar skýrslur og annað samstundis. Þannig gæti framvinduskýrsla sem er send um hádegi innihaldið tíma allra sem voru á verkstað um morguninn ef þeir voru búnir að skrá í símanum.

 
 

Manor og Netflix?

Hljómar kannski undarlega en appið er mest notað seint á kvöldin og margir klára skráningarnar yfir Netflix.

 
 

Notkun mest á kvöldin

Notkun appsins er mest á kvöldin þegar verið er að tryggja að allt sé komið inn fyrir dagslok. Við heyrum oft notendur segjast vera að klára skráningarnar yfir Netflix.

Alltaf í vasanum

Það er gott að geta dregið Manor upp í snatri og klárað það skráningar, hvort sem það er á meðan beðið er í bílnum eða horft á sjónvarpið.

 

Svona sækir þú appið

Manor er vefapp sem þýðir að þú sækir appið beint á vef okkar.

Skannaðu kóðann og þú ferð á appið í vafra í símanum. Til að vista appið á skjáborð símans má fylgja þessum skrefum hér að neðan.

 

Apple tæki

  1. Opna Safari vafrann.

  2. Fara á app.manor.is

  3. Neðst í vafranum er hnappur (kassi með uppvísandi ör). Smellið á þann kassa.

  4. Veljið þar: Add to home screen

  5. Veljið svo add.

  6. Þá er allt klárt og Manor kominn á skjáborðið.

Android tæki

  1. Opna vafra.

  2. Fara á app.manor.is

  3. Hér bjóða flestar útgáfur af Android þér að setja Manor á skjáborð snjalltækisins.

  4. Ef það gerist ekki þá eru skrefin þessi ...

    1. Smellið á punktana þrjá í efra hægra horni vafrans.

    2. Veljið: Add to home screen

    3. Veljið svo Add

    4. Þá er Manor kominn á skjáborðið í snjalltækinu.

Sjá leiðbeiningar með myndum


Friðbjörn Orri Ketilsson