This-team-always-produces-excellence-504427130_5961x3530.jpeg

Tímar úr pósti og dagatali

Þú þarft aldrei aftur fara í gegnum tölvupóstinn í leit að tímum

Manor finnur tímana þína í Outlook

Manor hlustar eftir því sem gerist í Outlook og birtir sem tillögur að tímaskráningum fyrir þig í Manor.


Tölvupóstur verður að tekjum

 

Þú færð tölvupóst

Póstur í Outlook skilar sér í listann þinn yfir tillögur að tímaskráningum sama dag og samskiptin áttu sér stað.

Tillaga verður til í Manor

Þú ræður svo hvort þú nýtir tillöguna til þess að skrá tíma eða eyðir henni. Gæti ekki verið einfaldara.

 
Sjáðu hvernig þú tengir Outlook tölvupóstinn við Manor
 

 

Atburður verður að tekjum

 

Þú stofnar atburð í outlook

Þú stofnar atburð í Outlook og þá birtist hann í dagatalinu þínu í Manor megin og jafnframt í tillögum að tímaskráningum.

Tillaga verður til í Manor

Þú sérð tillögu að tímaskráningu á sama degi og atburðirinn var skráður og getur skráð tíma eða eytt tillögunni.

 

 

Atburðir flæða á milli

 

Sama dagatalið

Þú getur virkjað tengingu dagatala svo að atburðir í Outlook sjáist í Manor og öfugt. Þá getur þú stofnað atburði hvoru megin sem er og þeir sjást strax hinu megin.

Einn smellur að tengjast 

Að tengjast Outlook er einn músarsmellur og eftir það er allt sjálfvirkt. Sjáðu hér hvernig þú tengist.

Þægilegt

Það er þægilegt að nota Outlook og þægilegt að nota Manor. Nú er enn þægilegra að nota þetta saman með lifandi tengingu á milli.

 

 

Persónuvernd er tryggð

 

Þú stjórnar ferðinni

Þú kveikir á tengingu við Outlook og slekkur á henni þegar þú vilt.

Aðeins sótt það sem þarf

Manor sækir aðeins sendanda og fyrirsögn bréfs en ekki textainnihald eða viðhengi.

Dulkóðuð samskipti

Öll samskipti á milli netþjóna eru dulkóðuð í báðar áttir sem tryggir öryggi gagna í samskiptum kerfa.

 
 

Eyðing gagna

Ef þú aftengir Outlook þá getur þú valið að eyða öllum gögnum sem sótt voru.

Heimildir skýrar

Þegar þú tengist Outlook sérðu nákvæmlega hvaða heimildum Manor óskar eftir.

Enginn les póstinn þinn

Af því að Manor sækir aðeins fyrirsögn og sendanda þá getur enginn lesið póstinn þinn nema þú.

 
Svona virkjar þú outlook tenginguna
 

Hvaðan koma nýir seldir tímar?

 

Þegar þú svo skoðar tímana þína í Manor þá eru komnar tillögur að tímum.
Þú smellir á græna hnappinn sem er með rauðum teljara til að sjá tillögurnar.

 
 
 

Tillögur fyrir föstudaginn eru svona.
Þú varst á fundi samkvæmt Outlook kl 14 og því er lagt til að skrá tíma vegna þess.

 
 

Svo geturðu auðvitað dregið tillöguna með músinni og breytt henni í skráðan tíma.

dagur.gif

Þarna er tillagan og þarna urðu til nýjar tekjur.

Snilld.


 
Ég var vön að skoða alltaf dagatalið þegar ég skráði tíma en nú er það sjálfvirkt.
— Manor notandi
 

Taktu skrefið og búðu til tekjur úr Outlook dagatalinu.