Áhættustýring verkbókhalds
Ef eitthvað skrítið er í gangi þá viltu vita af því strax - ekki í næstu úttekt eftir hálft ár.
Skoðum atvik sem allir þekkja
Mistök koma alltaf upp og skýrast af ýmsum ástæðum. Manor tryggir stjórnendum hámarks eftirlit með áhættu.
Nýr starfsmaður gerir mistök
Sigurður er nýr hjá fyrirtækinu var sagt í byrjun að skrá alla sína tíma á innra verkið Nýliðaþjálfun. Hann klára sína þjálfun og hefur vinna við útseld verk en skráir áfram allt á nýliðaþjálfun.
Manor grípur að óeðlilega mikið sé skráð á innra verk og stjórnandi sér það strax.
Afskrift handa vini
Jón er reyndur starfsmaður og þekkir sína viðskiptavini vel. Einn þeirra lendir í rekstarvandræðum og biður Jón að lækka reikning sem sé væntanlegur. Jón ákveður að afskrifa færslur til þess að lækka reikninginn.
Manor grípur óeðlilegar afskriftir og stjórnandi sér þær strax.
Efni til einkanota
Pétur sér um að kaupa efni í margvísleg verk. Hann ákveður að taka smá efni heim til sín og skráir kostnaðinn á tiltekið verk án heimildar. Jón veit að viðskiptavinurinn mun ekki samþykkja að greiða fyrir það efni svo hann afskrifar þá færslu nokkru síðar.
Manor grípur afskriftina og stjórnandi sér það strax.
Innsláttarvilla í kjörum
Gunna hafði samið við nýjan viðskiptavin um sérkjör á tiltekið verk af stærri gerðinni. Hún ætlar að skrá 23.900 sem tímagjald í verkinu en slær óvart inn 2.390 og tekur ekki eftir því.
Manor grípur óvenjulegu kjör og stjórnandi sér það strax.
Færslur færðar á annað verk
Magnús hafði samið um að vinna 100 tíma að hámarki í tilteknu verki. Hann sér svo að hann hefur skráð 150 tíma og því 50 tímar sem ekki tekst að rukka. Hann freystar þess að færa tímana yfir á annað verk án heimildar.
Manor grípur tilfærsluna og stjórnandi sér það strax.
Magni til greiðslu breytt
Steinunn ætlar að lækka reikning fyrir vin og ákveður að lækka magn til greiðslu á nokkrum færslum án heimildar.
Manor grípur lækkunina og stjórnandi sér það strax.
Svona mætti áfram telja
Manor grípur mikinn fjölda atvika eins og hér að ofan áður en reikningar fara úr húsi.
Greiningarborð stjórnenda
Stjórnandi hefur mikla yfirsýn yfir atvik og getur brugðist strax við - myndrænt og þægilegt.
Atriði til skoðunar í rauntíma
Um leið og Manor tekur eftir einhverju sem þarf að skoða er það merkt á yfirliti stjórnandans sem sér strax hve mörg atvik væri gott að skoða nánar hjá hverjum notanda Hér sjáum við til dæmis að hjá þessum notendum eru nokkur atriði sem vert er að skoða nánar. Skoðum nokkra notendur.
Brjánn afskrifaði eins og um var rætt
Manor segir að Brjánn hafi eitt atriði til skoðunar. Við sjáum strax að hann afskrifaði færslu hjá Viðskiptavini X. Hann hafði komið á máli við yfirmann sinn um að það væri nauðsynlegt af ákveðnum ástæðum og var hann því sammála. Hann getur því merkt afskriftina sem yfirfarna.
Magnús færði á milli verka án heimildar
Manor segir að Magnús hafi 19 atriði til skoðunar. Við sjáum strax að hann er að færa margar færslur af verki hjá Verktakafélagi vinar síns yfir á verk hjá öðrum viðskiptavini. Yfirmaður kannast ekki við að þetta hafi staðið til og getur strax kannað málið nánar.
Af hverju er Jón með svona marga innri tíma?
Jón var að hefja störf og virðist ennþá vera að skrá alla sína tíma á innra verkið Nýliðaþjálfun. Stjórnandi sér það strax og getur beint honum á rétta braut um að skrá á útseld verk. Innri tímar eru ljós grænir á meðan útseldir tímar eru dökk grænir.
Svona mætti áfram telja. Manor dregur fram atriði til skoðunar og stjórnendur sjá það strax.
Vönduð hugmyndafræði
Hugbúnaður gerir notendur öflugri en áður og traust eftirlit gerir vinnuferla traustari en áður.
Treysta og sannreyna
Við byggjum á þekktri hugmyndafræði í áhættustýringu verkbókhalds sem gengur út á að treysta notendum til þessa að nýta hugbúnaðinn til þess að ná sem mestum árangri og hagkvæmni en um leið að stjórnendur séu með á nótunum og vakti aðgerðir, sannreyni atvik og fylgist vel með því er að gerast.
Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að notendur sem upplifa að þeim sé treyst eru líklegri til að standa undir því trausti, og ólíklegri til að sveigja reglur, en þeir sem búa við virkar hindranir og takmarkandi kerfisviðmót.
Allir með á nótunum
Allt viðmót í Manor hjálpar notendum að taka réttar ákvarðanir. Sem dæmi má nefna að þegar notandi ætlar að afskrifa færslu þá sér hann í viðmótinu að aðgerðin muni vekja athygli stjórnenda og hann getur gefið upp ástæðu fyrir afskriftinni sem stjórnendur geta skoðað í samhengi við aðgerðina.
Þannig hjálpar viðmótið til við að tryggja rétta hegðun og skapar samband starfsmanna og stjórnenda sem byggir á trausti og heilindum.
Öll gögn skráð í verkbókhaldið
Með frelsi notenda til að skrá allt strax og skilvirku eftirliti stjórnenda skapast andrúmsloft þar sem unnið er úr álitamálum innan verkbókhaldsins. Ekki verður til hliðarbókhald í Excel eða á gulum miðum vegna stífra reglna og hindrana innan verkbókhaldskerfisins.
Með þessu móti fá stjórnendur raunhæfa mynd af því sem þarf að afskrifa, hvar séu vandamál, hverja þurfi að þjálfa betur o.s.frv. Á e
Margþætt vöktun á áhættu
Það er að mörgu að huga í áhættustýringu. Manor hjálpar þér að vera í rauntíma.
Skráningaráhætta
Einföld mistök við skráningu á kjörum, magni, upphæðum, verkþáttum, o.s.frv. geta haft mikil á viðskiptasambönd og tekjustreymi.
Svikaáhætta
Aðgerðir sem notandi ræðst í án leyfis til þess að bæta stöðu tiltekins viðskiptamanns á kostnað fyrirtækisins.
Lagaleg áhætta
Mistök við skráningar geta haft röng skattaleg áhrif, valdið röngum launaútreikningum eða valdið mistökum í virðisaukaskattsskilum.
Framvinduáhætta
Tafir eða mistök í skráningum geta haft áhrif á framvinduskýrslur og greiningar sem geta haft slæm áhrif á framvindu verka og í versta falli valdið því að tímasetningar standist ekki.
Samningsáhætta
Í mörgum tilvikum stjórna verksamningar verðum og öðrum atriðum í verkbókhaldi. Mistök við skráningu í því samhengi getur valdið óviljandi samningsbrotum.
Orðsporsáhætta
Mistök í skráningum og neikvæðar uppákomur með tilheyrandi leiðréttingum á reikningum geta haft neikvæð áhrif á orðspor fyrirtækisins.
Áhyggjulausir stjórnendur
Það er að mörgu að huga fyrir stjórnendur sem bera ábyrgð á samningum, samböndum, teymisvinnu, þjálfun og svo mætti lengi áfram telja. Það vinnst ekki alltaf tími til að grúska í gögnum og athuga hvort eitthvað þurfi að skoða nánar í verkbókhaldi. Við leysum það.
Nú sér Manor um að draga fram það sem skiptir máli.
Engin atriði - ekkert að skoða.
Nú er tækifærið
Komdu í ánægðan hóp viðskiptavina sem stýrir áhættu í verkbókhaldi með Manor.
Það er til mikils að vinna.