Tímafærslur með einum smelli
Nú er hægt að skrá tíma með einum smelli í Manor. Við vorum að bæta við forskráðum tímafærslum þar sem þú getur búið til þínar forskráningar og nýtt til þess að stofna tímafærslur með einum músarsmelli.
Þetta er frábærlega þægilegt að gera með færslur sem eru alltaf eins, til dæmis fyrir margvísleg innanhúsverkefni eins og teymisfundi eða einsleitar færslur fyrir viðskiptavini sem eru alltaf eins.
Skoðum hvernig þetta virkar.
Búa til forskráningu
Til þess að búa til forskráningu þá ferðu í Manor og efst til hægri er hnappur sem heitir Mínar forskráningar og þar undir má velja Stofna forskráningu.
Svo þarf bara að gefa forstillingunni forsendur, eins og til dæmis færsla fyrir vikulegan teymisfund. Hér getum við ráðið hvað við setjum í skráninguna. Ekki þarf að fylla út alla reitina. Hér skráum við teymisfundinn á verkið Innanhúsfundir og verkþáttinn Hönnunarsvið. Færslan á að vera 1 klst löng og hafa lýsinguna Vikulegur teymisfundur.
Þá er forskráningin klár og hægt að nota hana strax.
Skrá tíma með forskráningu
Þetta er einfaldi parturinn. Þú einfaldlega smellir á Mínar forskráningar og velur þar skráningu. Prófum að velja teymisfundinn sem við skráðum áðan.
Þá kemur upp tímafærsla með öllum þeim forsendum sem við vildum hafa í færslunni, sjá gulmerkt.
Við lesum svo yfir, bætum við ef vill, og skráum færsluna. Einn smellur ef engu þarf að breyta.
Snilld.