Fastir samningar slá í gegn
Eitt af því sem sérfræðingar þekkja vel er að halda utan um einhvers konar fasta samninga, sem eru oft kallaðir upp á enskuna Retainerar. Þetta geta verið samningar þar sem viðskiptavinur borgar fasta upphæð á mánuði, borgar inn á verk í upphafi eða borgar alltaf sömu tölu ásamt yfirfalli, eða safnar upp inneign. Stundum eru svo samningar gerðir upp í lokin ef á þeim er jákvæð eða neikvæð staða. Það eru því æði margar útgáfur af föstum samningum og því oft mikill hausvekrur að haldan utan um þetta með gamla laginu.
Mikil og góð reynsla
Við fengum með okkur reynda aðila á sviði lögfræði og endurskoðunar þegar við hófum þróun á föstum samningum í Manor og hefur sú þróun gengið afar vel. Nú þegar eru tæplega 2.000 samningar í fullri umsjón í Manor þar sem við höldum utan um allar færslur, kostnað, reikningagerð ofl. í tengslum við þá samninga.
Reynslan er frábær og við hlökkum til að kynna þennan möguleika fyrir öllum okkar notendum.
Einfalt að setja upp samning
Þú ferð í Manor og velur viðskiptavin og þar er hnappur efst uppi til að stofna samning. Við skulum setja upp einfaldan samning með fastri greiðslu á mánuði. Við skulum ákveða að hann taki til eins verks og eigi að ná yfir tímafærslur, akstur og útlagðan kostnað. Gefum honum einnig nafn og lýsingu.
Svo segjum við hvenær samningurinn eigi að hefjast, hver sé hin fasta upphæð og veljum svo frekari forsendur eins og hvað eigi að gera ef skráðar færslur eru hærri en upphæð samnings, hvað eigi að gera við inneign í lok samnings ef einhver verður, og fleira í þeim dúr.
Þá er allt klárt. Allar færslur sem skráðar eru á verkið á gildistíma samningsins munu því falla undir samninginn og kom a fram á þægilegu samningsyfirliti.
Þægilegt að sjá stöðu samninga
Það er einfalt að sjá hvernig samningar standa. Aðeins þarf að opna samninginn í Manor til að fá yfirlit yfir hvert tímabil, hversu mikið var skráð, hversu mikið átti að rukka, hvað sé ónotað, o.fl.
Þá er einnig gaman að sjá aðrar stærðir svo sem gildandi tímagjald þegar samningurinn er skoðaður í heild sinni, hvort hann sé í hagnaði eða tapi, o.fl.
Reikningar sjálfvirkir
Þegar kemur að reikningagerð þá veit Manor hvenær eigi að gefa út reikninga vegna hvers samnings og leggur til næsta reikning samningsins allt í takt við forsendur hans. Notandinn þarf því ekki að gera annað en að samþykkja tillöguna og til verður reikningur.
Þú getur prófað strax í dag
EF þú ert þegar notandi að Manor þá er allt klárt fyrir þig nú þegar og þú þarft aðeins að fara á spjald viðskiptavinar til að setja upp samning.
Ef þú ert ekki notandi að Manor þá er kjörið að prófa ókeypis sem fyrst.
🚀