iStock-504427552.jpg

Manor bloggið

Fréttir og fróðleikur

 

Verkþættir slá í gegn - áætlanir í upphæðum

Við ákváðum fyrir tveimur árum síðan að hefja þróun á verkþáttum í Manor. Við vildum útfæra þá þannig að okkar notendur gætu unnið einfaldlega með skipulagningu verka, áætlanir og ýmsar forsendur í kringum verkþætti með þægilegum hætti. Þessi þróun tókst með eindæmum vel og eru í dag mörg þúsund verkþættir í fullri notkun á degi hverjum.

Sumir nota verkþætti oft á dag en aðrir hafa mögulega aldrei heyrt um þá. Okkur langaði því að að fjalla aðeins um þessa hlið Manor.

Verkþættir eru í öllum verkum

Það er eins einfalt að kveikja á verkþáttum og hugsast getur. Í hægri kanti allra verka er svæði fyrir verkþætti og dugir að smella þár á einn hnapp til að stofna fyrsta verkþáttinn.

Þar má sjá að hægt er að gefa verkþáttum margvíslegar forsendur svo sem heiti, lýsingu, tengiliði, reikningsstillingar, margs konar áætlanir og enn dýpri verkefnastjórnunarforsendur ef vill. Allt er þetta valkvætt og aðeins nauðsynlegt að gefa verkþættinum heiti.

Verkþáttur með áætlun

Eitt af því vinsælasta við verkþætti er að geta sett inn áætlun annað hvort í tíma eða upphæðum. Manor fylgist þá með stöðunni og lætur verkstjóra vita þegar styttist í að áætlunum séð náð svo hægt sé að bregðast við tímanlega.

Við sjáum svo yfirliti verksins hvernig verkþættirnir standa miðað við áætlanir. Stjórnandi er snöggur að greina stöðuna. Hér sjáum við til dæmis tvo verkþætti þar sem annar er kominn fram úr áætlun en hinn er innan áætlunar.

Allt uppfært samtímis

Mjög gott er að fylgjast með stöðu áætlana í Manor því engar keyrslur þurfa að eiga sér stað og allar tölur eru í rauntíma. Um leið og bætt er við færslu uppfærist reiknuð staða og því eru allir með réttar tölur á skjánum.

Svo þegar kemur að því að uppfæra áætlanir þá er það einfalt. Smellt er á Breyta og áætlanir uppfærðar.

Hér var aðeins fjallað um áætlanir í verkþáttum. Á næstunni munum við svo gera fleiri eiginleikum verkþátta nánari skil. Meira um það síðar!🚀


Ps.
Að vanda báðum við gervigreindina um að græja mynd fyri færslunna. Í þetta sinn var það hugbúnaðartreymi sem þróar verkefnastjórnunarkerfi utan um verkþætti. Ágætis mynd!

Friðbjörn Orri Ketilsson