Manor
iStock_80341467_XXXLARGE.jpg

Verðskrá Manor Collect

Verðskrá Manor Collect


Innheimtuaðilar

 

Fast mánaðarlegt verð.
450.000 kr. auk vsk.

 

Manor Collect er hjartað í verkelgri starfsemi innheimtufélaga og sér kerfið um alla sjálfvirkni, bréfagerð, bankasamskipti, o.fl. Kerfið er í notkun hjá fjölda innheimtuaðila víða um land. Manor annast rekstur á kerfinu á allan hátt. Helstu atriði í útgáfu innheimtuaðila:

 • Innheimtukerfi fullbúið með öllum möguleikum og öllum uppfærslum jafn óðum og þær koma út.
   
 • Fruminnheimta og millinnheimta sem senda bréf, leggja til símtöl sjálfvirkt og færa kröfu áfram næsta stig. Alsjálfvirk stig.
   
 • Þjónustuvefur er settur upp á vefslóð kröfuhafa þar sem kröfuhafar geta tengst og fyglst með kröfum sínum, sótt skilagreinar, o.s.frv. Þjónustuvefur er alfarið í nafni og útliti innheimtuaðilans.
   
 • Bankatengingar eru settar upp við viðskiptabankana og kröfur sóttar þangað með sjálfvirkum hætti og skráðar í Manor á hverjum degi. Stöðug samskipti eru við bankann um stöðu kröfunnar, innborganir o.fl.
   
 • Bréfasendingar eru settar upp þannig að bréf sendist í miklu magni og fari sjálfvirkt í prentun og pökkun, svo sem til Umslag ehf.
   
 • Bókhaldstenging þar sem skrár sem sóttar eru fyrir bókhaldskerfi eru aðlagaðar að bókhaldsþörfum innheimtuaðila.
   
 • Uppflettingar í þjóðskrá og fyrirtækjaskrá þegar skráðir eru kröfuhafar eða skuldarar.
   
 • Skjalavistun við kröfur með ótakmörkuðu geymsluplássi.
   
 • Söluaðstoð þar sem fulltrí Manor kemur á fund með innheimtuaðila og kröfuhafa og svarar tæknilegum spurnignum eða aðstoðar við kennslu á þjónustuvef o.fl er snýr að Manor Collect.
   
 • Notendafjöldi ótakmarkaður fyrir starfsmenn og/eða verktaka innheimtuaðila.
   
 • Kennsla fyrir starfsmenn innheimtuaðila á kerfið.
   
 • Þjónusta öllum stundum. Þjónustuver á skrifstofutíma og bakvakt utan þess.
   
 • Kerfisrekstur er í höndum Manor allan sólarhringinn; allt frá rekstri kerfis, netþjóna, þjónustuvefs, afritatöku, o.s.frv.

Einstaklingar

 

Eingöngu Manor Collect
28.900 kr. auk vsk. per notanda á mán

Collect bætt við málakerfið
6.990 kr. auk vsk. per notanda á mán

 

Einstaklingur eru þeir sem ekki reka eiginlega innheimtustarfsemi heldur innheimta kröfur eftir því sem þær falla til við dagleg störf. Einstaklingsútgáfa er með öllum grunnmöguleikum en ekki stærri möguleikum sem tilgreindir eru fyrir innheimtuaðila.

Helstu eiginleikar

Þeir sem eru þegar með Manor málakerfið geta bætt við Collect hjá sér og njóta þá sérkjara í verði.

 


Greiðslukjör

Greitt er fyrir mánuð í senn fyrirfram. Þann 1. júní er greitt fyrir júní mánuð, o.s.frv.