Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Betri stofan

Verkefnastjórn fyrir lögmenn

Í morgun settum við í loftið stóra viðbót við Manor sem við köllum verkefni (tasks). Verkefni er eitthvað sem þarf að gera í framtíðinni. Dæmigert verkefni væri að rita greinagerð, fara yfir stefnu með umbjóðanda eða þinghald. Manor vaktar öll verkefni og lætur þá sem þeim tengjast vita með tilkynningum og sms skeytum ef skiladagur nálgast.

Við tókum saman nokkra punkta varðandi viðbótina og hvernig hún eykur strax tekjur.

Helstu kostir verkefna

  • Minni líkur á að eitthvað gleymist
  • Yfirsýn yfir allt það sem þarf að gera á stofunni
  • Þekking á því hvað stendur til að gera í hverju máli
  • Góð söguleg heimild um það sem gert var í hverju máli
  • Skjótari svör til viðskiptavina um stöðu mála þvert á stofuna
  • Vitneskja um hvað er framundan hjá hverjum starfsmanni
  • Geta til að útdeila verkefnum á þá sem hafa lítið að gera
  • Geta til að bjóða þeim aðstoð sem hafa mikið að gera
  • Haldið utan um verkefni á sama stað og önnur gögn stofunnar eru geymd

Hvernig aukast tekjurnar?

Manor nýtir verkefni til þess að ráðleggja lögmönnum í tímaskráningu sinni. Hafi þeir lokið verkefni á mánudegi þá minnir kerfið á það þegar tímar eru skráðir á þann sama mánudag. Þannig er tryggt að allir tímar séu skráðir og skuldaðir út.

Lögmenn sem nota Manor geta nú veitt betri þjónustu en aðrir lögmenn. Hægt er að vita strax hver staða allra mála er með því að fletta því upp í Manor. Einfalt er að segja viðskiptavini hvað er búið að gera og hvað sé eftir.

Verkefni lækka kostnað stofunnar. Hægt er að deila verkefnum á fulltrúa með mjög snjöllum hætti og tryggja að nýting þeirra sé í hámarki. Þannig fækkar tímum þar sem starfsmenn leita sér að verkefnum eða sitja auðum höndum.

Grunnstef í verkefnastjórn er að skipta stórum verkefnum niður í smærri einingar og auka þannig afköst enda einfaldara er að ljúka litlum einingum. Með verkefnum í Manor er þetta hægt á lögmannsstofum sem nú geta aukið afköst starfsmanna sinna með notkun kerfisins.

Enginn tími fer lengur í að skoða málin sín í upphafi dags og velta fyrir sér hvað þurfi að gera í hverju þeirra. Verkefnin blasa við á yfirlitsmynd við innskráningu og hægt að hefja útselda vinnu fyrr en áður. Þar felast mikil verðmæti.

Þú getur byrjað strax

Notendur Manor eru þegar komnir með verkefni inn hjá sér og geta strax nýtt kerfið til þess að bæta rekstur sinn. Þeir sem ekki eru notendur í Manor ættu að skrár sig strax og prófa kerfið ókeypis í 14 daga.