Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Betri stofan

Að trufla fulltrúa kostar 129.500 á mánuði

Lögmenn eyða oft miklum tíma í óþarfa handtök og hafa oft gert árum saman. Þeir eru vanir skipulaginu og telja ekki stórmál að trufla samstarfsmenn sína í tengslum við vinnuna. Skoðum eitt dæmi sem allir kannast við þar sem lögmaður truflar fulltrúa því hann finnur ekki dóma sem tengjast máli.

Vandamálið: Finnur ekki gögn

Við gefum okkur að fulltrúi hafi fundið dóma sem henta í málsvörn í tilteknu máli að beiðni lögmanns sem hefur málið á sinni könnu. Hann færir lögmanninum dómana og nokkru síðar ætlar lögmaðurinn að fara yfir þá en þá gerist þetta:

10 mín - Lögmaður leitar en finnur ekki dóma

  5 mín - Lögmaður biður fulltrúa að senda dómana aftur.

10 mín - Fulltrúinn leitar, finnur og sendir.

10 mín - Fulltrúinn setur setur sig aftur inn í fyrra mál.

 

35 mín - Samtals tími sem tapaðist

Allir sem unnið hafa á lögmannstofu kannast við þessa röð atburða. En hvað kostar þeir í krónum? Tíminn sem fór í málið hefði getað farið í að leysa raunverulegt vandamál fyrir viðskiptavin sem hefði mátt selja út á fullu verði. Gefum okkar að truflun sem þessi gerist þrisvar í viku og miðum við taxta fulltrúans.

Útseld vinna fulltrúa: 18.500 kr/klst

Tími: 35 mín x 3 sinnum í viku x 4 vikur = 7 klst

 

Heildartjón: 129.500 kr per mánuð.

Flestar stofur eru með marga fulltrúa og marga lögmenn. Hversu mikið tapast hjá stofunni í heild sinni? Reikni þar hver fyrir sig en ljóst er að tjónið er mikið.

Lausnin: Manor heldur utan um öll gögn

Í Manor geta margir innan stofunnar unnið saman. Þeir skrá inn í málaskrá allt sem þeir gera í málum svo sem málavexti, dóma, lögfræðilegir málaflokka, vinnustundir, útlagðan kostnað, verkefni sem búið er að vinna og sem þarf að vinna, skjöl, meðferð mála fyrir dómi, samskipti o.s.frv.

Hvernig væri reikningsdæmið ef Manor væri í notkun?

1 mín - Lögmaður fer í Manor og finnur dómana við málið.

Friðbjörn Orri Ketilsson