Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Betri stofan

Að hafa meiri tíma um helgar

Hér er hluti af Manor hópnum í 4 daga göngu á Hornströndum sumarið 2015.

Hér er hluti af Manor hópnum í 4 daga göngu á Hornströndum sumarið 2015.

Það eru margir sem halda að það sé gott að vinna mikið, vinna fram á kvöld og helst vinna um helgar. Þeir sem vinna mikið eru duglegir og þeir hljóta að uppskera eftir því. En er það endilega svo?

Við hjá Manor höfum síðustu tvö árin hugsað alfarið um hvernig við getum hjálpað lögmönnum að verða betri lögmenn og reka betri lögmannstofur. Lykilatriði í því er að nýta tímann betur og láta Manor sjá um það sem hægt er. Sá sem nýtir tíma sinn vel er ólíklegri til þess að þurfa að vinna á kvöldin eða um helgar.

Tökum þrjú dæmi.

  1. Handavinna er sóun á tíma. Hjá okkur er lögmaður í viðskiptum sem var vanur að koma á skrifstofuna á sunnudögum til þess að gera vinnuskýrslur og útbúa reikninga. Nú er það sjálfvirkt í Manor og hann er með fjölskyldunni á sunnudögum.
     
  2. Útreikningar taka oft langan tíma. Einn af viðskiptavinum okkar var vanur að reikna kröfur sem hann hafði til innheimtu í Excel og þurfti að byrja frá grunni með hvert mál. Þetta tók fleiri tíma í viku hverri. Ekki lengur. Innheimtuhluti Manor reiknar þetta fyrir hann á nokkrum sekúndum.
     
  3. Verkefnaumsjón Ein af stærri stofunum hjá okkur er með marga fulltrúa og fóru eigendur oft á dag og tóku stöðuna á þeim; hvað þeir væru að gera, hvað væri eftir, hvernig gengi o.s.frv. Þeir truflaðu fulltrúana stöðugt við vinnu sína og sóuðu tíma sjálfur. Í dag úthlutar þeir verkefnum í Manor og fá að vita þegar þeim er lokið. Allir vita hvað þeir eigi að gera og hvar verkefnin eru stödd. Engin truflun og hámarks afköst.

Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig þú hefur meiri tíma um helgar með því að nýta tæknina sem við höfum smíðað handa lögmönnum.

Að því sögðu óskum við ykkur góðrar helgar.