Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Betri stofan

Sjö leiðir til þess að auka hagnað lögmanna

Í gegnum árin höfum við unnið náið með stórum hópi íslenskra lögmanna. Nokkur atriði einkenna þá sem hafa náð miklum árangri í rekstri á stofum sínum. Við tókum saman nokkur ráð sem hjálpa öllum lögmönnum við að auka hagnað sinn - óháð starfssviði eða stærð og fjölda viðskitpavina. Hér kemur listinn.

Málaskrá sé rafræn og miðlæg

Það sparar mikinn tíma að hafa greiðan aðgang að öllum gögnum mála hvar og hvenær sem er. Lögmenn geta þá notað tíma sinn í að sinna lögfræðinni, leysa úr erfiðum málum í stað þess að leita að gögnum, rifja upp eldri þætti mála eða vinna aftur eitthvað sem þegar hafði verið gert. Rafrænar málaskrár eru því hornsteinn í betri rekstri.

Tímaskráning sé eins auðveld og hægt er

Til þess að auka rétta og nákvæma tímaskráningu þar sem allir tímar, símtöl, fundir og verk eru skráð þarf viðmótið að vera eins auðvelt og hægt er. Einfalt viðmót þar sem gaman er að skrá tíma og sjá árangur sinn eykur skráða tíma sem eykur útselda vinnu. Þegar lögmenn komast upp á lagið með gott tímaskráningarkerfi þá getur hagnaður aukist hratt.

Réttur kúltúr sé varðandi tímaskráningar

Tímar skráðir jafn óðum skila 100% tímaskráningu. Það sem er skráð í lok dags er nálægt því en eftir því sem skráningin færist fjær því verri verður hún. Þeir sem skrá tíma í lok vikunnar geta í besta falli giskað á stærstu atriðin sem þeir gerðu yfir vikuna. Smærri hlutir falla í gleymsku og fjöldi tíma tapast. Kúltúr sem gerir út á skráningu samdægurs og hvetur starfsmenn áfram í þeim efnum er gulls ígildi. Sum tímaskráningarkerfi eru hönnuð sérstaklega utan um þennan kúltúr.

Útlagður kostnaður sé skráður strax

Að skrá allan kostnað sem fellur til í málum jafn óðum eða samdægurs tryggir að enginn kostnaður gleymist og falli að óþörfu á stofuna eða tiltekinn lögmann. Rafræn skráning kostnaðar á mál sem síðan skilar sér í næsta uppgjör eykur heimtur og styttir þann tíma sem stofan lánar viðskiptavini fyrir útlögðum kostnaði.

Fulltrúar séu nýttir til fulls

Fulltrúar hafa oft lausan tíma og geta með góðu kerfi aðstoðað eigendur án þess að trufla þá í störfum sínum. Sé tölvukerfi stofunnar gott geta eigendur bætt fulltrúum í mál sín rafrænt og úthlutað þeim verkefnum. Þá ættu eigendur að geta séð hvaða fulltrúi sé laus og hverjir séu hlaðnir verkefnum. Þannig nýtast fulltrúar betur og eigendur koma meiru í verk.

Reikningar séu sendir tímanlega

Ef reikningar eru sendir um leið og máli eða málahluta er lokið er líklegra að hann fáist greiddur að fullu. Sé allt rukkað tímanlega þarf ekki að veita afslátt vegna síðbúinna reikninga og ekki þarf að fella niður þjónustu á reikningi sem viðskiptavinur man ekki eftir að hafa fengið. Sé reikningur sendur tímanlega þá eru allir aðilar málsins meðvitaðir um að vinna fór fram, muna hvað var gert og eru líklegri til að greiða.

Greining á rekstrinum sé lifandi

Stjórnendur og/eða eigendur verða að hafa góða yfirsýn og vita hvaðan tekjurnar koma, hvar arðbærast sé að starfa og hvernig allir starfsmenn stofunnar séu að standa sig. Hverjir eru stærstu viðskiptavinirnir? Hver þeirra skilar mestum tekjum? Hver skilar mestri framlegð? Hvaða málaflokkar eru arðbærastir? Góð tölvukerfi birta þessar upplýsingar með lifandi hætti.

Hvernig næ ég þessum markmiðum?

Fyrsta skrefið er að taka upp sérhannað tölvukerfi. Þegar það er komið þarf að breyta eða bæta kúltúr innan stofunnar svo allir séu á sömu blaðsíðu.

Við höfum smíðað Manor utan um ofangreind sjö markmið til þess að auka tekjur. Við hvetjum þig til þess að skoða kerfið og athuga hvort þú getur aukið tekjur þínar hratt og örugglega.