Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Betri stofan

Frábært ár - takk fyrir okkur

Hluti af Manor hópnum við Skálakamb á Hornströndum.

Við hjá Manor þökkum viðskiptavinum, lesendum og öðrum fyrir árið sem nú er að baki. Árið 2014 var ár mikillar framþróunar. Við lukum við þróun á ýmsum nýjungum í Manor, tókum við miklum fjölda nýrra viðskiptavina og lærðum enn meira um rekstur lögmanna.

Margt gerðist á árinu. Við lukum við smíði á fullbúnu innheimtukerfi sem hefur reynst bylting í starfsemi innheimtufélaga, útfærðum vandaðar reiknivélar inn í Manor, settum upp tengingar við vinsælustu bókhaldskerfin, tengdumst dómstólunum með nýjum hætti, settum verkefnastjórn í loftið svo fátt eitt sé nefnt.

Utan vinnu gerðum við margt skemmtilegt. Það sem stendur upp úr er ferð sem hluti starfsmanna fór niður Laugaveginn svonefnda, frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk, sem við tókum á einni helgi. Rigning og nokkur vindur var alla dagana svo það reyndi vel á þolrifin að klára málið.

Framundan er nýtt ár og ný tækifæri. Meira um það í næstu færslum :)

Ps. Meðfylgjandi er mynd af Arthúri, Friðbirni Orra og Tómasi sem tekin var á brúnni yfir Emstruá. Þarna er farið að styttast í Þórsmörk og menn farnir að sjá fyrir endann á göngunni.

image