Manor
manor_office1.jpg

Öryggis- og persónuvernd

 

Öryggis- og persónuvernd


I. Gagnaöryggi

Manor notar SSL gagnasamskipti sem opnar örugga gagnasamskiptaleið til viðskiptavina sem varin eru með sambærileg dulkóðun og bankar nota í netsamskiptum. Manor hýsir gögn í beinu ljósleiðarasambandi við helstu netkerfi landsins. Markmið Manor er að nýtanlegur tími (e. uptime) sé eins mikill og best verður á kosið og aðgengi sé yfir 99,9% ársins. Manor afritar gögn viðskiptavina strax á nokkra lykilstaði í gagnakerfi sínu á höfuðborgarsvæðinu svo forðast megi staðbundnar ógnir. Manor býður viðskiptavinum sem vilja aukið öryggi að tengjast með lykilorði og einnota öryggisnúmeri sem sent er með sms. Öryggisafrit eru flutt á milli netþjóna og á milli bygginga daglega til að verjast staðbundinni ógn á borð við rafmagnsleysi, eldsvoða, jarðskjálfa og hraunflæði. SSL skírteini Manor er vottað af alþjóðlega netöryggisfyrirtækinu Comodo.

II. Notkun upplýsinga og persónuvernd

Manor og allir starfsmenn félagsins skuldbinda sig, svo langt sem lög og dómstólar leyfa, til að gæta þagnarskyldu um hvaðeina er varðar viðskiptavin/notenda sem fram kemur vegna notkunar þeirra á Manor og skylt er og/eða eðlilegt að leynt fari. Upplýsingar viðskiptavina/notenda eru eingöngu aðgengilegar starfsfólki Manor í þágu rekstrar, þróunar og þjónustu. Þagnarskylda helst eftir að samningssambandi aðila lýkur.

Manor starfar að öllu leyti í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og meðhöndlar allar upplýsingar viðskiptavina/notenda sem persónuupplýsingar. Manor mun ekki undir nokkrum kringumstæðum gera þriðja aðila persónuupplýsingar eða aðgangs- og samskiptaupplýsingar viðskiptavina/notenda aðgengilegar nema að um sé að ræða eðlilegan og gagnlegan þátt í að veita viðskiptavinum og notendum umbeðna þjónustu.

Manor áskilur sér þó rétt til að útbúa ópersónulegar og órekjanlegar tölfræðilegar samantektir tengdar notkun á hugbúnaðinum og nota þær í viðskiptalegum tilgangi. Sem dæmi um slíkar tölfræðilegar upplýsingar má nefna, fjölda viðskiptavina/notenda að kerfinu, fjölda mála hjá viðskiptavinum/notendum, samanlagður tímafjöldi viðskiptavina/notenda. Manor kann að nota þessar upplýsingar í auglýsingum. Hvergi mun í þessum upplýsingum koma fram eitthvað sem rekja má til ákveðins viðskiptavinar/notanda. Manor áskilur sér einnig rétt til að afhenda upplýsingar viðskiptavinar/notenda til þriðja aðila ef svo ber að gera samkvæmt lögum eða dómsniðurstöðu eða við eigendaskipti á fyrirtækinu eða við samruna eða sambærilega aðstöðu. Manor kann að safna tæknilegum upplýsingum um viðskiptavini/notendur, t.d. tegund vafra, þá hlekki sem eru notaðir, hvaða forrit eru mest notuð og þess háttar og eru þess konar upplýsingar eingöngu við þróunarvinnu á kerfishlutu og þjónustu Manor.

III. Breytingar og uppfærslur

Ofangreind öryggis- og persónuverndarstefnu getur tekið breytingum. Nýjustu útgáfu stefnunnar er að finna á vefsvæði Manor sem aðgengilegt er á vefslóðinni www.manor.is.

 

Fyrst samþykkt 24.09.2013.

Síðast breytt 24.07.2014.