Manor
iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Efnisveita

 

Hvernig auka skýrslur í Manor tekjur lögmanna?

Það er góð ástæða fyrir því að okkar notendur setja skýrslurnar úr Manor upp á tjald eða í sjónvarpið á vikulegum eigendafundum stofunnar. Það er í skýrslunum sem þeir finna ný viðskipti, fjölga seldum tímum og fylgjast með öllu á rauntíma. Hér fjöllum við um hvernig nákvæmlega skýrslurnar auka tekjur.

Greining á tekjustofnum

Þú veist hvar tekjur stofunnar liggja, hvaða málaflokkar gefa best, hvaða viðskiptavinir eru arðbærastir, hvar þarf oftast að afskrifa o.s.frv. Þannig getur þú tekið rétta stefnu við öflun viðskipta.

Mælingar á samdægursskráningum

Þú veist hvernig stofan stendur í að skrá tíma samdægurs. Þú veist einnig að tími sem skráður er daginn eftir eða síðar rýrnar á kostnað stofunnar. Það gleymist sem gert var. Þú stöðvar tekjumissinn með því að halda samdægursskráningum sem næst 100%.

Lifandi greining

Skýrslurnar í Manor eru lifandi sem þýðir að þær innihalda öll gögn jafnvel þó þau hafi verið skráð í kerfið sekúndu áður en skýrslan var skoðuð. Það þýðir að þú getur brugðist við strax en ekki í lok mánaðar eða lok árs eins. Þannig bjargar þú miklum tekjum.

Eigendafundir eru teknir á nær öllum lögmannstofum mánaðarlega eða vikulega. Skýrslurnar í Manor eru orðnar eitt af lykiltólum á þessum fundum enda besta myndin af mikilvægum þáttum í rekstrinum.

Þú sérð strax hvernig gengur

Manor þekkir tekjuhliðina á rekstrinum hjá þér mjög vel þar sem allir tímar, verð, o.fl. er skráð inn í Manor af öllum á stofunni á rauntíma. Það þýðir að við getum útbúið skýrslur um gang mála sem sýnir nákvæma stöðu á hverjum tíma.

Þetta er mikil breyting frá því sem flestir þekkja að þurfa að grúska í bókhaldskerfum og færa gögn yfir í excel til þess að fá loks einhverja mynd á stöðuna. Þetta tekur tíma og krefst þekkingar í ýmsu hefur lítið með lögfræði að gera.

Eigendur geta fylgst með gangi mála dag frá degi og eru því betur búnir fyrir eigendafundi.

Skýrar myndir

Þú ert enga stund að greina helstu stærðir í rekstrinum. Hver er stærsti viðskiptavinurinn? Hvernig er það á milli mánaða? Hver er stærstur í fjölda tíma? Hver er stærstur í tekjum? Og öllu frekar; hver gefur hæsta tímaverðið?

Þessu til viðbótar er hægt að smella á allt í skýrslunum til þess að kafa dýpra og fá betri mynd á gögnin. Allt er þetta gert án þess að vinna með gögn, excel skjöl eða bókhaldskerfi.

Mæling á tekjusköpun

Manor mælir vel hversu vel gengur að skrá tíma samdægurs sem er oft besta leið hvers lögmanns að auknum tekjum. Skýrslurnar sína þér hvernig stofan stendur heilt yfir, hvernig einstaka starfsmenn standa sig, dregur fram aldur tímafærslna o.s.frv.

Þú munt vita nákvæmlega hvernig allir standa sig án þess að þurfa að grúska, trufla bókarann eða vera snillingur í excel. 

skyrslur2.png

Viltu sjá meira?

Þetta er aðeins hluti af því sem Manor gerir til þess að efla rekstur og tekjur lögmanna. Ef þú vilt kynna þér málið nánar þá ert þú velkomin til okkar á kynningu án allra skuldbindinga.

Hafðu samband í síma 546-8000 eða sendu tölvupóst á manor@manor.is og við finnum tíma sem hentar þér.