Manor
Advanced Legal Software
iStock-504427298.jpg

Aðstoð

Leiðbeiningar

Hér má finna vandaðar leiðbeiningar um Manor Legal og Manor Collect allt frá fyrstu skrefum yfir í ýmis gagnleg smáatriði sem auka afköst og tekjusköpun. Við vekjum athygli á því að bæði kerfin eru í stöðugri þróun og því kann að vera, til skamms tíma, að nýir möguleikar hafi bæst við Manor sem ekki er getið um í leiðbeiningum.

Leiðbeiningar um Manor Collect eru í vinnslu.


Kennsla

Við önnumst alla kennslu er við kemur Manor og er hún innifalin í samningi okkar við notendur. Það skiptir miklu máli að notendur komist vel af stað við notkun Manor svo það skili þeim verðmætum sem til er ætlast. Við höfum nálgast þessi atriði með þrennum hætti.

Einstaklingar

Þegar nýr notandi bætist í hópinn bjóðum við upp á fund eða fundi þar sem farið er yfir allt er við kemur Manor með viðkomandi. Fundurinn er haldinn hjá viðkomandi eða hér hjá okkur. Þessir fundir eru lifandi þar sem við vinnum með kerfin og ræðum ýmis mál. Að fundi loknum er viðkomandi fullnuma í Manor. 

Einstaklingsfundir taka að jafnaði 40-60 mínútur.

Hópar

Þegar stofur taka upp Manor höfum við oftar en ekki mætt á fundi hjá stofunum og farið yfir kerfin með öllum í einu. Við mætum því oft á eigendafundi, starfsmannafundi eða sérstaka fundi vegna Manor sem eru skipulagðir á stofunum. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel.

Hópfundir taka að jafnaði um 60-80 mínútur.


Uppfærslur

Nær allir viðskiptavinir eru hjá okkur til lengri tíma og höfum við boðið upp á fundi með reglulegu millibili þar sem farið er yfir það nýjasta í Manor frá því á síðasta fundi. Við mælum með slíkum fundum að lágmarki árlega.

Nýjungar í Manor koma inn hjá notendum eftir því sem þær eru tilbúnar úr þróun og prófunum.

Mikilvægt er fyrir lögmenn, skrifstofufólk og aðstoðarfólk að fylgjast vel með þróun í hugbúnaðarmálum svo að þau geti nýtt sér alla kosti Manor til þess að auka afköst og tekjur.


Spurningar

Við höfum tekið saman svör við algengustu spurningum notenda á sérstöku vefsvæði.

Sjá spurningar og svör